Ég hvet alla til að lesa þetta frábæru grein sem ég fann („Life with Dermatillomania“) sem hafa aldrei heyrt um „dermatillomania“ „compulsive skin-picking disorder“ eða „húðkroppiáráttu“, en ég er ein af þeim sem hef þjást mikið útaf því, töluvert minna núna útaf því ég tek þunglyndis/kvíðastillandi lyf.
Ég man eftir tvennu sem var verst við þetta.
Nr. 1 er að dauðskammast sín og halda að maður sé bara einn í heiminum sem á við þetta vandamál að stríða, nr. 2 sem konan segir meðal annars frá í þessari grein er að treysta öðrum fyrir þessu, segja frá og það er bara gert lítið úr því. Allir gerðu lítið úr því vegna þess að húðin mín leit ekkert út fyrir að vera svona slæm.
Hugsið ykkur samt að vera svona hræðilega obsessed yfir húðinni að maður gleymir sér algerlega, er jafnvel tvo klukkutíma samfleytt fyrir framan spegilinn að níðast á húðinni þar til maður er allur bólginn og blæðir. Eftir á líður maður svo ömurlega að maður þorir ekki að fara í skólann eða vinnuna, skilur ekki hvernig maður getur verið svona heimskur að gera þetta og í versta falli missa allan lífsvilja 😦
Fleiri íslenskir einhverfurófsbloggarar
Mínar síður
-
Nýlegar færslur
Færslusafn
Flokkar