Vinna hafin að gerð næstu plötu

Í fyrra bloggi nefndi ég „næstu“ plötu, en sú plata verður allt öðruvísi en „Ljóðin um veginn / 往く途の詩 „.

Hún mun vera í nokkuð hefðbundnum klassísk/rómantískum-stíl. Hún mun innihalda níu lög/kafla fyrir klarinett, fiðlu, selló og píanó. Lögin á plötunni verða hugsuð sem ein heild, en þó getur hvert lag staðið eitt og sér líkt og lögin á plötunni „Ljóðin um veginn / 往く途の詩“.

Þetta verk sem ég samdi árið 2008 https://myspace.com/mamikodis/music/song/fantasy-58663789-63873090 þar sem ég umbreytti nafninu mínu í tónlist verður kjarni tónverksins í heild og fimmta lagið. Hugmyndir að laglínum fyrir öll hin lögin mun ég sækja þangað.

Mér finnst mjög gott að semja tónlist inn í fyrirframgefinn ramma sem ég bý mér til eins og ég vil að hvert lag sé þrjár til fimm mínútur að lengd og að laglínurnar séu fjórir eða átta taktar sinnum tveir sem ég leik mér með í ýmsum útfærslum út lagið. Ég hugsa að mörg tónskáld myndu hlæja við þennan lestur 😛

Ég er búin að ákveða fyrirfram hraða, taktgildi og tóntegund laganna/kaflanna:

1. kafli – hægt, 9/8, C-dúr/a-moll
2. kafli – meðalhraði, 4/4, e-moll/G-dúr
3. kafli – hratt, 6/8, g-moll
4. kafli – hægt, 3/4, A-dúr
5. kafli – meðalhraði, 6/8, f-moll        Tilbúið!
6. kafli – hratt, 3/4, C-dúr
7. kafli – hægt, 6/8, d-moll
8. kafli – meðalhraði, 4/4, D-dúr/h-moll
9. kafli – hratt, 9/8, c-moll/Eb-dúr

Ég elska að búa til mynstur og gæta á sama tíma upp á fjölbreytileika líkt og glöggir menn hafa nú þegar áttað sig á 🙂
Þetta er svipuð aðferð og ég notaði til að ákveða hvernig lögin á plötunni „Ljóðin um veginn /往く途の詩“ ættu að vera.

Takk fyrir lesturinn og áhugann! 🙂

Um mamikodis

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er tónlistarmenntuð og með kjánalega drauma um að geta verið í fullu starfi sem popptónlistar-/söngkona, tónskáld, lagasmiður, útsetjari og pródúser, en annars píanóundirleikari, tónlistar-/píanókennari og/ eða kórstjóri. Henni finnst æðislegt að vinna með börnum, en hefur m.a. reynslu af því að starfa á leikskóla, kenna forskóla og stýra tónlistarsamspili unglinga. Ef allir þessir draumar um að fá að starfa við tónlist eða tónlistarkennslu bregðast þá myndi hún helst vilja vinna á leikskóla vegna þess að hún hefur mesta reynslu og ánægju af því.
Þessi færsla var birt undir Tónlistarpælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s