„Sjö og þrír fjórðu“

Eins og ég hef talað um í þarsíðustu bloggfærslu þá er ég byrjuð að vinna að næstu plötu.

Hér er verkið „Fantasy“ sem ég samdi árið 2009 sem verður fimmti kaflinn af níu og sæki ég efniviðinn fyrir hina átta kaflana þaðan.

Titillinn á heildarverkinu „Sjö og þrír fjórðu“ er tilvísun í það að ég skipti „Fantasy“ í átta jafnlanga búta, sem eru nákvæmlega sjö taktar og þrír fjórðu úr takti.

Hver þessara búta er efniviðurinn í heilan kafla. Taktar 1 til 7 og 3/4 af takti 8 er efniviður fyrsta kaflans, 1/4 af takti 8, taktar 9 til 15 og 2/3 af takti 16 efniviður næsta kafla o.s.frv.

Ég er búin að ákveða fyrirfram hvaða tónsmíðaaðferð ég beiti á hvern bút/kafla fyrir sig:

1. Afturábak
2. Öfugur rytmi
3. Afturábak, réttur rytmi og speglun
4. Öfugur rytmi og speglun
6. Öfugur rytmi og speglun
7. Afturábak, réttur rytmi og speglun
8. Öfugur rytmi
9. Afturábak

Nú er ég búin að beita þessum tónsmíðaaðferðum á fyrsta, níunda, annan og áttunda kafla (í þessari röð) og er að vinna í þriðja kaflanum núna.

Ég er samt langt frá því að vera búin því að ég er enn bara í því að útbúa efnivið hvers kafla. Þegar ég er komin með á hreint úr hverju ég hef að moða í hverjum kafla fyrir sig þá hefst aðalfjörið. Aðalfjörið er láta þetta passa inn í einhvers konar form og láta það hljóma vel. Mikið er þetta spennandi!!! 🙂

Um mamikodis

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er tónlistarmenntuð og með kjánalega drauma um að geta verið í fullu starfi sem popptónlistar-/söngkona, tónskáld, lagasmiður, útsetjari og pródúser, en annars píanóundirleikari, tónlistar-/píanókennari og/ eða kórstjóri. Henni finnst æðislegt að vinna með börnum, en hefur m.a. reynslu af því að starfa á leikskóla, kenna forskóla og stýra tónlistarsamspili unglinga. Ef allir þessir draumar um að fá að starfa við tónlist eða tónlistarkennslu bregðast þá myndi hún helst vilja vinna á leikskóla vegna þess að hún hefur mesta reynslu og ánægju af því.
Þessi færsla var birt undir Tónlistarpælingar. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s