Nýtt ár, ný von! :)

Árið 2014 er sko sannarlega búið að vera viðburðaríkt hjá fjölda fólks á einhverfurófinu, og er ég þá helst að hugsa um fullorðið fólk sem fékk aldrei greiningu, en hefur nú loks áttað sig að þeir eru engir aumingjar, heldur þvert á móti, hetjur!

Reynið bara að ímynda ykkur bara að fara í gegnum sín yngri ár án þess að hafa hugmynd um að maður sé á einhverfurófinu eða hvers vegna maður hefur svo oft orðið fyrir óvæntu neikvæðu viðmóti. Hvers vegna er manni strítt, maður útskúfaður eða kallaður „skrýtinn“ fyrir það að vera bara maður sjálfur? Hvers vegna verður fólk reitt og skammar mann jafnvel þó að eftir sinni bestu vitneskju gerði maður ekkert rangt. „Hvernig get ég verið svona heimsk/ur?“ Þessi sífella sjálfsgagnrýni og niðurrifshugsun í mínu tilfelli og fjölda annarra varð að alvarlegu þunglyndi. Þessi fullkomna vanmáttarkennd og vonleysi.

ENGUM ætti að líða þannig, bara fyrir það að vera á einhverfurófi. Árið 2015 verður betra. Fleiri munu stíga fram sem telja sig vera á einhverfurófinu, segja sögu sína og hljóta uppreisn æru. Það er ekki nokkur vafi á því.
Að sama skapi mun draga úr fordómum í íslensku samfélagi, þar sem lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaða fræðslu um einhverfu og einhverfurófið.

Ég hef tröllatrú á verkefni Aðalheiðar Sigurðardóttur, Ég er Unik, sem verður einmitt vefsíða helguð einstaklingsmiðuðu fræðsluefni um börn jafnt sem fullorðna á einhverfurófinu. Endilega tékkið á myndbandinu hér https://www.karolinafund.com/project/view/665

Gleðilegt nýtt ár öllsömul og reynið endilega að kynna ykkur sem flesta á einhverfurófinu til að fá sem skýrustu mynd á því hvað einhverfa og einhverfuróf eiginlega þýðir.

Hafið það ávallt í huga að hvert og eitt okkar hefur ólíka styrk-/veikleika og mismikla. Við höfum áhuga á ólíkum hlutum sem við erum mismikið upptekin af og eigum miserfitt með skynúrvinnslu. Sum okkar geta alls ekki logið, aðrir geta það með dálitlu erfiði. Sum okkar eru snertifælin, aðrir ekki.

Varist það að draga ályktanir um þessa hluti án þess að hafa kynnst manneskjunni, vegna þess að það eru einfaldlega bara fordómar.

Gleðilegt nýtt ár aftur! 🙂

Um mamikodis

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er tónlistarmenntuð og með kjánalega drauma um að geta verið í fullu starfi sem popptónlistar-/söngkona, tónskáld, lagasmiður, útsetjari og pródúser, en annars píanóundirleikari, tónlistar-/píanókennari og/ eða kórstjóri. Henni finnst æðislegt að vinna með börnum, en hefur m.a. reynslu af því að starfa á leikskóla, kenna forskóla og stýra tónlistarsamspili unglinga. Ef allir þessir draumar um að fá að starfa við tónlist eða tónlistarkennslu bregðast þá myndi hún helst vilja vinna á leikskóla vegna þess að hún hefur mesta reynslu og ánægju af því.
Þessi færsla var birt undir Skrif sem tengjast einhverfurófinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s