Aðeins 20% einhverfra fá vinnu?!

Ingibjörg Elsa, alveg frábær baráttukona og ein fárra sem hefur verið ófeimin að segja fjölmiðlum frá einhverfu sinni á síðustu árum færir okkur sjokkerandi tölur um atvinnuleysi einhverfra í þessu viðtali http://www.visir.is/greindist-med-einhverfu-fjorutiu-og-fjogurra-ara/article/2015150409667

Ég hef einmitt verið að ganga í gegnum atvinnuleysi síðan haustið 2014 og verið mjög iðin við að sækja um öll þau störf sem ég hef áhuga á. Án gríns þá var ég búin að sækja um hátt í 30 störf!! áður en ég fékk loksins ráðningu. Hversu margir væru búnir að gefast upp og farnir að trúa því að þeir séu kannski einskis verðir/nýtir, en er samfélagið ekki að senda mér þau skilaboð með þessu?

Ég skil ekki hvað er í gangi úti í íslensku samfélagi, en ég hafði trúað því að þetta væri ekki svona. Það hefur verið barnalegt hjá mér að trúa því, því að það er greinilega verið að mismuna einhverfum úti á vinnumarkaði. Erfiðleikar mínir við að fá vinnu sýnir þessa staðreynd svart á hvítu.

Það er kannski engin furða ef fólk þorir ekki að segja frá einhverfu sinni t.d. í atvinnuviðtali af ótta við að fá ekki vinnuna. Aðeins 20% okkar fá vinnu eins og Ingibjörg bendir hérna á. Það er alveg hræðilegt! :S

Einhverfa fólks er oft ekkert alvarlegri en svo að það væri hægt að bera hana saman við það að vera útlendingur frá framandi landi sem þarf að aðlagast íslenskri menningu og kann ekki alveg reglurnar, en þó ávallt fús að læra.
Munurinn á okkur og slíkum útlendingi er að við þurfum að aðlagast og læra á menningu svona yfirhöfuð, dálítið eins og við séum geimverur frá annarri plánetu sem þurfum að læra að skilja jarðarbúa, til að geta fúnkerað úti á almennum vinnumarkaði þar. Það verður að gefa okkur dálítið svigrúm til þess, líkt og við tökum tillit til útlendinga. Er það ekki bara sjálfsagt eða hvað??

Um mamikodis

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er tónlistarmenntuð og með kjánalega drauma um að geta verið í fullu starfi sem popptónlistar-/söngkona, tónskáld, lagasmiður, útsetjari og pródúser, en annars píanóundirleikari, tónlistar-/píanókennari og/ eða kórstjóri. Henni finnst æðislegt að vinna með börnum, en hefur m.a. reynslu af því að starfa á leikskóla, kenna forskóla og stýra tónlistarsamspili unglinga. Ef allir þessir draumar um að fá að starfa við tónlist eða tónlistarkennslu bregðast þá myndi hún helst vilja vinna á leikskóla vegna þess að hún hefur mesta reynslu og ánægju af því.
Þessi færsla var birt undir Skrif sem tengjast einhverfurófinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s