Jákvæð þróun! :)

„Tveir fullorðnir greinast með einhverfu í hverjum mánuði“

Ég hef tekið eftir miklum jákvæðum breytingum í samfélaginu bara á síðustu tveimur árum. Fólk er almennt betur að sér um einhverfu og veit hversu breitt hugtak það er og að einhverfa, asperger eða röskun á einhverfurófi þarf ekki endilega að þýða að viðkomandi einstaklingur getur ekki stofnað fjölskyldu, starfað og lifað líkt og hver annar. A.m.k. þá hef ég tekið eftir því að fólk hefur minni fordóma í minn garð og færri og færri reyna að koma eitthvað spes fram við mig líkt og ég sé þroskaskert.

Mér gengur vel bæði í vinnu á leikskóla og í tónlistarkennslu. Ég hef fengið hrós og þannig fullvissu frá vinnuveitendum og foreldrum um að ég sé að standa mig vel. Hugsunin um að ég sé kannski bara misheppnaður aumingi verður fjarlægari og fjarlægari þannig að mér finnst ótrúlegt að mér hafi virkilega fundist þetta um sjálfa mig.

Dóttir mín sem verður 3ja ára í apríl hefur verið greind með dæmigerða einhverfu og mér finnst hún svo klár, flott og fullkomin stelpa. Hún þekkir tölustafina frá einum upp í tíu og einnig fullt af bókstöfum, segir þá upphátt sér til gamans 🙂

Það hefur verið alveg svakaleg meðlimasprenging í hópnum, „Einhverfurófsgrúppan! 🙂“ sem ég stofnaði á Facebook þegar ég var að koma út úr skápnum með einhverfuna mína. Bara um daginn var meðlimafjöldinn kominn upp í 500 manns!! 🙂 Það er svo frábært að það sé svona mikill áhugi á þessu og tengist áreiðanlega að stórum hluta því að einhverfuteymi Landspítalans er að standa sig svo vel í því að greina fullorðna með einhverfu. Mér finnst það alveg frábær þróun og samgleðst innilega öllu þessu fullorðna fólki sem öðlaðist loks skilning á því hvers vegna lífið hefur reynst þeim svona erfitt, þó að ég tali nú ekki um alla þá sem hafa fengið rangar greiningar eða voru komnir með alvarlegt undirliggjandi þunglyndi eða kvíðaröskun, sem er algengur fylgikvilli einhverfu, sérstaklega þegar maður veit ekki af einhverfunni og rembist við að lifa á þeim forsendum að maður sé það ekki.

Vegna þessarar gríðarlegu aukningar á fullorðnum sem skilgreina sig sem einstaklinga á einhverfurófinu, en þurfa samt engan sérstakan stuðning hefur nafni „Umsjónarfélags einhverfra“ verið breytt í „Einhverfusamtökin“ og ef það er ekki jákvæð þróun þá veit ég ekki hvað 🙂

Um mamikodis

Mamiko Dís Ragnarsdóttir er tónlistarmenntuð og með kjánalega drauma um að geta verið í fullu starfi sem popptónlistar-/söngkona, tónskáld, lagasmiður, útsetjari og pródúser, en annars píanóundirleikari, tónlistar-/píanókennari og/ eða kórstjóri. Henni finnst æðislegt að vinna með börnum, en hefur m.a. reynslu af því að starfa á leikskóla, kenna forskóla og stýra tónlistarsamspili unglinga. Ef allir þessir draumar um að fá að starfa við tónlist eða tónlistarkennslu bregðast þá myndi hún helst vilja vinna á leikskóla vegna þess að hún hefur mesta reynslu og ánægju af því.
Þessi færsla var birt undir Skrif sem tengjast einhverfurófinu. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s